Verð
Hvað kostar að vera í mánaðaráskrift?
Hægt er að sjá verð fyrir mánaðaráskrift í gjaldskrá með því að smella hér
Er innheimt aukagjald fyrir aftanívagna?
Nei, ekkert gjald er fyrir aftanívagna í gegnum Vaðlaheiðargöng.
Hvernig fæ ég kvittun ?
Ef þú ert að borga staka ferð þá smellir þú á "sækja kvittun" hnappinn sem birtist þegar þú hefur staðfest greiðslukortið þitt, kvittun hleðst þá í símann/tölvuna sem þú borgar í.
Ef þú hefur þegar stofnað aðgang eru allar kvittanir undir greiðslusaga. Ef þú færð senda kröfu í heimabanka getur þú haft samband við þjónustuver með því að senda póst á veggjalds@veggjald.is og fengið kvittun senda.
Hvað kostar að aka í gegnum göngin á dráttarvél
Eins og staðan er núna er ekki tekið gjald fyrir dráttarvélar.
Við biðjum ökumenn slíkra véla að vera ekki á ferðinni á háanna tíma sem er í kringum 08:00 á morgnanna, 12:00-13:00 og svo á kvöldin á milli 16:30-19:00
Fyrnast fyrirframgreiddar ferðir?
Nei, fyrirframgreiddar ferðir fyrnast ekki.
Hvað kostar að aka í gegnum Vaðlaheiðargöng?
Sjá hér: Verð & greiðsluleiðir
Eru afsláttarkjör í boði?
Skráðum notendum bjóðast afsláttarkjör. Hægt er að kaupa 10 eða 50 ferðir fyrirfram fyrir ökutæki 3500 kg. og undir. Því fleiri ferðir sem eru keyptar, þeim mun lægri upphæð greiðist fyrir hverja ferð.
Farið er eftir heildarþyngd ökutækis samkvæmt skráningu hjá Samgöngustofu.
Fyrirframgreiddar ferðir fyrnast ekki.
Er innheimt aukagjald fyrir hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagn aftan í fólksbílum undir 3,5 tonnum?
Nei, ekkert aukagjald er innheimt fyrir hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagn.
Er innheimt aukagjald fyrir tengivagna við flutningabíla?
Nei, aukagjald fyrir tengivagna er ekki innheimt.
Hvert er veggjaldið fyrir húsbíla?
Um húsbíla gildir það sama og aðra bíla. Séu þeir undir 3,5 tonnum að þyngd er innheimt sama gjald og fyrir fólksbíla. Farið er eftir skráðri heildarþyngd ökutækja. Ökutækjaskrá Samgöngustofu segir til um þyngd ökutækja.
Sjá nánar hér
Takið þið American express kort?
Já við tökum AMEX kort.
Takið þið gjafagreiðslukort?
Nei, ekki er hægt að nota gjafagreiðslukort hjá okkur.